VALMYND ×

Dansæfingar fyrir þorrablót

Þorrablót 10.bekkjar verður haldið n.k. föstudag, á bóndadaginn sjálfan. Nemendur eru af því tilefni að æfa dansfimi sína undir stjórn Hlífar Guðmundsdóttur sem kann sitt hvað fyrir sér í gömlu dönsunum. Þegar litið var inn á æfingu í morgun var stiginn vals eftir hringdans og nemendur orðnir ansi öruggir á danssporunum.