VALMYND ×

Daníel Agnar skrifar undir samning

Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur og Daníel Agnar Ásgeirsson. Mynd: bb.is
Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur og Daníel Agnar Ásgeirsson. Mynd: bb.is

Daníel Agnar Ásgeirsson, nemandi í 10. bekk, hefur nú skrifað undir samning við knattspyrnulið BÍ/Bolungarvíkur. Daníel er Ísfirðingur að upplagi, en hann skipti yfir í lið BÍ/Bolungarvíkur í sumar eftir að hafa leikið með Völsungi á Húsavík síðastliðin tvö ár. Hann var Íslandsmeistari með 3. flokki félagsins í flokki sjö manna liða. Daníel var á dögunum valinn til þess að mæta á úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliði Íslands, en hann er yngsti leikmaður sem hefur samið við meistaraflokk BÍ/Bolungarvíkur að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is.