VALMYND ×

Dagur tvö í samkomubanni

Dagur tvö gekk að mestu leyti mjög vel.  Nemendur eru vel undirbúnir og flestir sýna þessum skrítnu aðstæðum skilning og samstarf heimila og skóla skilar sér vel til nemenda.  Við í skólanum finnum fyrir stuðningi og hvatningu frá foreldrum og þökkum við kærlega fyrir það.

Eins og áður hefur komið fram þá tökum við einn dag í einu og getum alveg eins búist við því að skipulagið okkar taki breytingum.  Hvað varðar strætó þá viljum við biðja ykkur um að minna börnin á að sitja eitt í sæti en það er í lagi fyrir systkini að sitja saman og þegar þau fara úr vagninum við skólann að þau fylgist með þeim sem er með þeim í hóp inn í skólann.  Allt þetta er gert til að auðvelda smitrakningu ef til hennar kæmi og einnig að forðast smit.

Hér má finna gagnlegt efni og gátlista fyrir skóla, nemendur og foreldra um skólastarf á tímum COVID-19.