VALMYND ×

Dagur þrjú

Þetta fer að að verða eins og vísan um 13 daga jóla - dagur þrjú! Dagurinn gekk vel og gaman að fylgjast með starfsfólkinu stýra umferðinni um skólann eins og umferðarlöggur. Það viðraði vel til útiveru og það léttir lundina. En eins og áður þá eru langflestir að fara að tilmælum og andinn í skólanum góður. Mig langar að biðja ykkur að ítreka við börnin ykkar að þau noti aðeins þá innganga sem þeim hefur verið úthlutað og séu ekki að stytta sér leið í gegnum skólann, t.d. til að fara í Tónlistarskólann. Það er gott fyrir okkur öll að huga vel að því hvernig við tölum um þá sem kunna að veikjast, og muna að veiran fer ekki eftir aldri, getu, kyni, landamærum eða þjóðernislegum uppruna.