VALMYND ×

Dagur stærðfræðinnar

Félag stærðfræðikennara stendur fyrir svokölluðum Degi stærðfræðinnar  fyrsta föstudag í febrúar og í ár ber hann upp á 3. febrúar. Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar hafa haldið daginn hátíðlegan undanfarin ár. Markmiðið með þessum degi er að vekja nemendur og aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu. Einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi.