VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu

1 af 4

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur um allt land þann 16. nóvember ár hvert, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í þetta skiptið bar daginn upp á laugardag og því var ákveðið að færa dagskrá skólans til dagsins í dag. Nemendur 4. og 7. bekkjar hittust í Hömrum í morgun, þar sem Heiður Hallgrímsdóttir úr 8. bekk las sögubút, en hún sigraði í Stóru upplestrarkeppninni í vor. Einnig flutti Guðrún Eva Bjarkadóttir úr 8. bekk ljóð, en hún hafnaði í 3. sæti keppninnar.

Agnes Elísabet Sindradóttir úr 7. bekk lék á fiðlu og Andri Pétur Zakarías Ágústsson lék á trommur, auk þess sem Sveinfríður Olga Veturliðadóttir lék undir fjöldasöng og flutti ávarp, þar sem hún setti formlega Stóru og Litlu upplestrarkeppnina.

Í morgun hófst einnig lestrarátak hér í skólanum, þar sem við hvetjum alla nemendur og starfsmenn til að lesa sem mest þessa vikuna að minnsta kosti og ekki væri verra að fá heimilin með.