VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu

Í dag var haldið upp á dag íslenskrar tungu, með setningu litlu og stóru upplestrarkeppnanna í 4. og 7. bekk. Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, setti hátíðina og lék undir fjöldasöng þar sem nemendur sungu ljóðið ,,Á íslensku". Orri Norðfjörð, nemandi í 8. bekk, las sögubrot og Iðunn Óliversdóttir lék á píanó.

Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.