VALMYND ×

Dagur 7

Það gengur allt sinn vanagang í þessum óvenjulegu aðstæðum.  Það verða samt alltaf einhverjar óvæntar uppákomur og starfsfólk hefur sýnt ótrúlegan sveigjanleika í að takast á við þær.

Skólanum barst í dag bréf frá embætti landlæknis þar sem fram kemur að líkur á smiti frá ungum börnum er töluvert ólíklegra en frá fullorðnum og frekar fátítt.  Þetta byggja þeir á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi og hinum Norðurlöndunum. Þetta þýðir að ekki er tilefni til þess að takmarka skólastarf í frekara sóttvarnarskyni.  

Við viljum benda á að ekki er lengur hægt að bjóða upp á ávextina á morgnana og foreldrar beðnir að senda börnin sín sem hafa verið í áskrift með nesti.

Allir foreldrar fengu póst í fyrradag frá hjúkrunarfræðingi þar sem fram kemur að enn er eitthvað um lús á yngsta stigi.  Nú er lag að koma henni frá og senda í samkomubann - en það gerist ekki nema með samstilltu átaki foreldra sem bera allaf ábyrgð á því að kemba hár barnanna sinna og meðhöndla það finni þeir lús sbr. tölvupóst frá því 23. mars sl.

Ísafjarðarbær hefur ákveðið vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi að endurgreiða marsmánuð frá 16. mars og að engir reikningar verði sendir út fyrir apríl.  Þeir sem eru í annaráskrift fá þennan hluta marsmánaðar endurgreiddan og síðan verðum við að sjá til eftir páska hvernig framhaldið verður.

Í morgun nýttum við okkur blíðviðrið til enn frekari útivistar og gerðu nemendur t.d. margskonar listaverk í snjónum með matarlit, byggðu virki og skúlptúra og renndu sér á þotum þar sem hægt var.