VALMYND ×

Dagskráin í desember

Nú fer í hönd síðasta heila kennsluvika desembermánaðar. Kennt verður samkvæmt stundaskrá alla þessa viku og mánudag og þriðjudag í næstu viku.


Miðvikudaginn 19. desember er skreytingadagur. Þá er skóli frá kl. 8:00 - 12:00 og síðasti dagur mötuneytis fyrir jól. Dægradvöl verður opin frá kl. 12:00.

 

Fimmtudaginn 20. desember eru svo litlu jólin. Þá er skólatími frá kl. 9:00 - 12:00 og fer strætó kl. 8:40 úr firðinum og Hnífsdal. Á litlu jólin mæta allir prúðbúnir í sínar bekkjarstofur, þar sem allir eiga saman hátíðlega stund auk þess sem haldnar eru fjórar jólatrésskemmtanir. Dægradvöl verður opin frá kl. 12:00.


Allar nánari upplýsingar varðandi hvern og einn árgang, munu verða settar inn á bekkjarsíður, eða sendar heim eftir öðrum leiðum.