VALMYND ×

Dagar umburðarlyndis

Síðustu dagar hafa verið tileinkaðir umburðarlyndi og í gær var baráttudagur gegn einelti. Við gleymdum svo sannarlega ekki að fást við þau viðfangsefni og fléttuðum þau saman við þemadagana okkar. Yfirskrift þemadaga var ,,Samfélag" en í öllum samfélögum reynir mikið á samskipti, virðingu og umburðarlyndi. Afrakstur þemadaganna prýðir nú veggi skólans og vonum við að allir sem leið eiga um skólann geti staldrað við og rýnt í hin fjölbreyttu verk sem þar eru og hugsunina að baki þeim.

Í gær fóru nemendur 3. og 4. bekkjar út á Silfurtorg og römmuðu inn viðfangsefni þessara daga með umburðarlyndi og virðingu fyrir öllum að leiðarljósi.

Deila