VALMYND ×

Byggingaframkvæmdir á Austurvelli

Í vikunni greip 2. bekkur tækifærið  og skellti sér út í blómagarð í byggingaframkvæmdir.  Ekki þurfti steypu eða timbur til verksins, þar sem snjórinn var nægur. Byggingarnar risu hratt og voru byggð virki, snjókarlar, útsýnispallur og rennibraut.  Einnig litu margir englar dagsins ljós, sem hafa eflaust dáðst að listsköpun krakkanna og vakað yfir þeim þar til snjóinn leysti. 

Útivistin heppnaðist vel og voru allir ánægðir með verk sín og endurnærðir eftir góða útiveru.