VALMYND ×

Breyttar útivistarreglur

Frá og með 1. september taka við nýjar útivistarreglur fyrir börn. 12 ára börn og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20 og 13-16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 22 og miðast aldur við fæðingarár.

Foreldrar og forráðamenn hafa fullan rétt til að stytta þessa tíma, en útivistarreglur þessar eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri utan ofangreindra tímamarka nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af þessum reglum þegar börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Mjög mikilvægt er að foreldrar séu samtaka um að virða þessar reglur.