VALMYND ×

Bókaverðlaun barnanna

Á skólabókasafninu er nú hægt að taka þátt í kosningu um vinsælustu barnabækur ársins, Bókaverðlaun barnanna og stendur kosning yfir til 25. mars næstkomandi. Nemendur geta valið eina til þrjár bækur, sem þeim þykja skemmtilegar eða áhugaverðar af þeim sem komu út árið 2020. Atkvæðaseðlar liggja frammi á skólasafninu og einnig er hægt að kjósa á vef Borgarbókasafns. Niðurstöður verða kynntar á sumardaginn fyrsta 22. apríl og munum við draga úr þátttökuseðlum hjá okkur og veita bókagjöf í verðlaun.

Slóðin á kynningu verkefnisins er hér.