VALMYND ×

Bókasöfnun

Foreldrafélag Grunnskólans á Ísafirði stendur þessa dagana fyrir bókasöfnun fyrir skólasafn G.Í., í samstarfi við Pennann Eymundsson. Foreldrum og öðrum velunnurum er boðið að kaupa bækur á 20% afslætti dagana 20. - 25. apríl og ánafna bókasafni skólans. Starfsmenn Pennans Eymundssonar sjá svo um að koma þeim til skólans að átakinu loknu. Til að hjálpa til við valið hefur verið gefinn út óskalisti sem liggur frammi í verslun Pennans hér á Ísafirði.

Við hvetjum alla velunnara til að nýta sér þetta tilboð og efla þannig aðgang nemenda að fjölbreyttu lesefni í skólanum.