VALMYND ×

Bókakynning

Síðastliðinn föstudag kom leikskólakennarinn og rithöfundurinn Dagbjört Ásgeirsdóttir í heimsókn í 3. bekk og las nýjustu bókina sína, Gummi fer í fjallgöngu.  Krakkarnir nutu þess að fá bókina lesna og skoða myndirnar.  Einnig var gaman að fá að spyrja rithöfundinn spjörunum úr, ekki oft sem slík tækifæri gefast.

Dagbjört er Bolvíkingur og er bókin Gummi fer í fjallgöngu fjórða bók hennar og jafnframt fjórða bókin í bókaröðinni um félagana Gumma og Rebba. Í bókinni kynnist Gummi dvergunum Alreki og Báreki og einnig tröllkarlinum Bjálfa, sem dvergarnir leggja í einelti. Þegar móðir Bjálfa, illskeytt skessa sem svífst einskis, hremmir Gumma með klóm sínum er voðinn vís.