VALMYND ×

Boðað verkfall FOSVEST

Aðildarfélög BSRB hafa boðað til verkfallsaðgerða hjá 13 aðildarfélögum á landinu og er FOSVEST þar á meðal. Allsherjarverkfall er boðað dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31.mars og 1.apríl.

Ef af verkfalli verður hefur það áhrif á starfsemi okkar þar sem 8 af okkar starfsmönnum eru í FOSVEST. Þjónusta okkar mun að sjálfsögðu skerðast, en sem betur fer er ekki þörf á að halda neinum nemendum heima. Íþróttahúsin bæði verða lokuð ásamt sundlauginni og eiga nemendur því að mæta í skólahúsnæðið sjálft í þeim tímum.