VALMYND ×

Bakstur í 3.bekk

Fjölbreytt sköpun
Fjölbreytt sköpun
1 af 4

Þessa dagana eru skipti á hópum í verkgreinum. ,,Útskriftarverkefni” þriðju bekkinga í heimilisfræði var bakstur, þar sem nemendur fengu þau fyrirmæli að móta dýr. Sum dýrin voru mjög framandi, komin frá fjarlægum slóðum eins og til dæmis skjaldbaka, krókódíll, breiðnefur og leðurblaka. Önnur komu frekar úr nærumhverfi barnanna eins og til dæmis selurinn frá Hvítanesi og hinn kafloðni heimilishundur Húgó. Þarna mátti líka sjá annan hund, átvaglið hann Kára sem ræðst iðulega á bakstur barnanna á heimilinu og étur hann upp til agna, með skreyttum pokanum.

Meðfylgjandi myndir tók Guðlaug Jónsdóttir, heimilisfræðikennari, af afrakstri nemendanna.