VALMYND ×

Ávaxtakarfan

Í dag býður Foreldrafélag G.Í. í samstarfi við Edinborgarhúsið, nemendum í 1.-4. bekk á sýningu Leikfélags M.Í. á Ávaxtakörfunni. Sýningin hefst kl. 12:00 í Edinborgarhúsinu og er áætlað að henni ljúki um kl. 13:30. Starfsfólk skólans og Frístundar fylgja nemendum fram og til baka og vonum við að allir njóti vel.