VALMYND ×

Austurvegur lokaður

Vegna umfangsmikilla viðgerða á vatnslögnum þarf að loka Austurvegi milli Kaupfélagshúss og Ísafjarðarbíós í nokkra daga. Lokað verður að morgni mánudagsins 14. maí, eftir að kennsla er hafin í Grunnskólanum, og eru foreldrar og aðrir beðnir um að skilja ekki bíla sína eftir við þennan götuhluta. Gera ráð fyrir að lokunin vari alla vikuna og verða nemendur skólans að taka strætó við Pollgötu á meðan framkvæmdir standa yfir.