VALMYND ×

Ævar vísindamaður

Í dag verður Ævar Þór Benediktsson á bæjarbókasafninu og mun hitta nemendur í 4. - 7. bekk GÍ á milli kl. 12:00 og 13:40. Hann mun kynna og lesa upp úr nýjustu bók sinni Þín eigin hrollvekja en einnig tala um fyrri bækur sínar.

Við þekkjum auðvitað Ævar úr sjónvarpsþáttunum um Ævar vísindamann, en hann er einnig leikari og hefur komið að útvarpsþáttagerð, skrifað innslög fyrir Stundina okkar og staðið fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns.

Við bendum öðrum nemendum á að hægt er að fara upp á bæjarbókasafn eftir skóla og hlusta á erindi hans.