VALMYND ×

Aðventustund hjá 1. bekk

1 af 2

Nú á aðventunni hittast báðar bekkjardeildir 1. bekkar einu sinni í viku og halda aðventustund. Þá er kveikt á aðventukertum, fræðst um aðventuna, sungnir jólasöngvar og hlustað á jólasögu. Þessar stundir eru mjög notalegar í rökkrinu. Síðastliðinn fimmtudag bauð árgangurinn vinum sínum á leikskólanum Eyrarsól að koma og njóta þessarar stundar með þeim. Í lok stundarinnar var boðið upp á piparkökur og djús og nutu krakkarnir samverunnar.