VALMYND ×

1.bekkingar fá reiðhjólahjálma

Síðastliðinn föstudag komu Kristján Andri Guðjónsson og Marinó Arnórsson frá Kiwanisklúbbnum Básum færandi hendi og afhentu 1.bekkingum reiðhjólahjálma að gjöf. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis er að stuðla að öryggi barna í umferðinni og nýtast hjálmarnir vel við notkun reiðhjóla, hlaupahjóla, hjólabretta og hjólaskauta. Það voru glaðir krakkar sem fóru heim með hjálmana sína og biðjum við foreldra að merkja þá vel. Fyrir hönd barnanna þökkum við Kiwanismönnum kærlega fyrir gjöfina.

Deila