VALMYND ×

Síðasti vetrardagur

Veturinn kveður okkur í dag með mildu vorveðri. Á morgun, sumardaginn fyrsta, er lögbundinn frídagur og margir á faraldsfæti. Í dag voru um 70 nemendur fjarverandi, sem einkennist einna helst af Andrésar andar leikunum á Akureyri. Við óskum þeim öllum góðrar ferðar og góðs gengis, svo og öðrum ferðalöngum.

Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Í gamalli vísu segir ,,Harpa vekur von og kæti, vingjarnleg og kvik á fæti". Það á svo sannarlega við þessa dagana og vonum við að svo verði áfram. Gleðilegt sumar!

Deila