VALMYND ×

Íslandsmót barnaskólasveita í skák

Laugardaginn 22.apríl s.l. var Íslandsmót barnaskólasveita í skák haldið í Rimaskóla í Reykjavík. Grunnskólinn á Ísafirði sendi lið í yngri flokki þ.e. í flokki 4. - 7. bekkjar og er það í fyrsta skipti sem við tökum þátt að við best munum. Alls mætti 31 sveit til leiks og óvenju margar af landsbyggðinni.

Fyrir hönd skólans kepptu þau Karma Halldórsson, Nirvaan Halldórsson, Svaha Halldórsdóttir og Stígur Aðalsteinn Arnórsson. Þau stóðu sig öll með stakri prýði og enduðu í 19.-20. sæti og voru nærri því að tryggja sér verðlaunasæti sem eitt af þremur hæstu landsbyggðarliðunum. Við erum virkilega stolt og þakklát fyrir að hafa getað sent lið á mótið og þökkum þessum nemendum fyrir þátttökuna, svo og liðsstjóranum Halldóri Bjarkasyni fyrir utanumhaldið. 

Deila