VALMYND ×

Heppnir lestrarhestar

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember s.l. efndi skólasafnið til bókagetraunar fyrir alla bekki. Getraunin fólst í því að para saman bókarkápur og upphafssetningar viðkomandi bókar og voru útdráttarverðlaun fyrir heppna þátttakendur. Hinir heppnu reyndust svo vera þau Árný Fjóla Hlöðversdóttir og Oskar Godlewski og óskum við þeim innilega til hamingju.

Í lok nóvember startaði skólasafnið svo jólaklúbbi þar sem þátttakendur áttu að lesa fjórar bækur, fá stimpil á bókamerkið sitt og setja nafnið sitt að því loknu í lukkupott. Útdráttarverðlaun voru í boði en þau hlutu þau Kári Vakaris Hauksson, Elín Bergþóra Gylfadóttir, Hulda Margrét Gísladóttir, Sigurbjörg Ólöf Þórunnardóttir og Sigrún Þórey Þórisdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju, en allir þessu duglegu lesendur fengu bók að gjöf.

Við vonum svo sannarlega að allir nemendur njóti lestrar um jólin, því lestur er auðvitað bestur!

Deila