VALMYND ×

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í morgun voru valdir sex nemendur úr 7. bekk til að keppa fyrir hönd skólans á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, sem haldin verður í Hömrum fimmtudaginn 22. mars n.k. kl. 20:00.
Fulltrúar skólans verða:

Elías Ari Guðjónsson, Eva Rún Andradóttir, Hákon Ernir Hrafnsson, Linda Marín Kristjánsdóttir, Ólöf Dagmar Guðmundsdóttir og Sonia Ewelina Mazur. Til vara verða þau Birta Dögg Guðnadóttir og Sigurður Arnar Hannesson.

Alls voru þrettán nemendur sem spreyttu sig í morgun og stóðu sig allir með stakri prýði. Dómarar voru þau Halldóra Björnsdóttir, Helga S. Snorradóttir og Ólafur Örn Ólafsson.