VALMYND ×

Nemendaþing

Þriðjudaginn 1. október er blásið til nemendaþings hér í skólanum frá kl. 9:40 - 12:35. Tilgangurinn með þinginu er að efla vitund nemenda um eigin ábyrgð í skólastarfinu og fá fram sjónarhorn þeirra á hlutverk aðila skólastarfsins og hvað hver og einn getur gert til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum. Þátttakendur þingsins eru allir nemendur í 6. - 10. bekk og verður aldursblandað í hópa. Borðstjórar verða valdir úr hópi eldri nemenda og verða nokkrir kennarar til aðstoðar.

Niðurstöðum þingsins verður skilað til skólastjórnenda sem sjá svo um úrvinnslu og að gera niðurstöður sýnilegar.