VALMYND ×

Vel heppnuð vorferð 10. bekkjar

Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Óslandshlíð, Skagafirði
Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Óslandshlíð, Skagafirði

Vorferð 10. bekkjar að Steinsstöðum í Skagafirði gekk vel og samkvæmt áætlun. Farið var í flúðasiglingu á Vestari Jökulsá, Samgöngusafnið að Stóragerði í Óslandshlíð var heimsótt, farið í sund í hinni frægu sundlaug á Hofsósi og í pizzuveislu á Sauðárkróki. Þá var farið í klettaklifur og klettasig í Hegranesi undir styrkri stjórn björgunarsveitarmanna og farið í litbolta á Steinsstöðum, sem mörgum fannst hápunktur ferðarinnar. Eftir litboltann var haldið í sundferð í Varmahlíð og síðan heim í grillveislu á Steinsstöðum.  Slegið var upp fótboltakeppni milli Ísfirðinga og Akureyringa, þar sem Ísfirðingar sigruðu með glæsibrag en vilja helst ekki ræða þá staðreynd að þeir voru helmingi fleiri á vellinum. 

Hópurinn kom heim seinni partinn á miðvikudag, allir svolítið þreyttir, sumir svolítið skrámaðir en vonandi allir ánægðir með ferðina og fullt af skemmtilegum minningum í farangrinum. 

Deila