VALMYND ×

Umferðaröryggi

Í upphafi hvers skólaárs er nauðsynlegt að fara yfir þær umferðarreglur sem gilda fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur til að leggja grunn að auknu öryggi nemenda í umferðinni. Sérstaklega er mikilvægt að huga vel að yngstu nemendunum en við skulum ekki gleyma að fræða þau eldri líka.  

Mörg umferðarverkefni hafa verið unnin í skólanum í gegnum árin til að stuðla að bættri umferðarmenningu og auknu umferðaröryggi og ætlum við að halda því áfram.

Þáttur heimilanna er mikilvægur í umferðarfræðslu og forvörnum sem felst meðal annars í því að sýna gott fordæmi. Til að styðja heimilin í þeirri viðleitni, vill skólinn benda á nokkur atriði sem foreldrar/forráðamenn geta stuðst við þegar þeir vinna með börnum sínum að því að tryggja sem best öryggi þeirra í umferðinni.

  • Æfum leiðina í og úr skóla með barninu
  • Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki endilega þá stystu
  • Kennum barninu að fara yfir götu
  • Sýnum hvernig við hegðum okkur ef farið er um vegi án gangbrauta og gangstétta
  • Verum sýnileg, notum endurskinsmerki
  • Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir
  • Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir
  • Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla
  • Förum yfir öryggi í kringum strætó
  • Bendum börnunum á örugg leiksvæði

Það er von okkar að þessir punktar nýtist vel og stuðli að auknu umferðaröryggi nemenda.

Deila