VALMYND ×

Tvítyngi og fjöltyngi

Frá vinstri: Gabriela, Jessica, Nikola og Michal.
Frá vinstri: Gabriela, Jessica, Nikola og Michal.

Börn sem tala eitt tungumál heima hjá sér og annað utan heimilis eru tvítyngd. Þau sem tala tvö eða fleiri tungumál heima og annað utan heimilis eru tvítyngd eða fjöltyngd. Um 70% jarðarbúa eru tvítyngdir og nota fleiri en eitt tungumál í daglegu lífi. Börn geta vel lært tvö tungumál á sama tíma. Sum börn tala íslensku einungis utan heimilisins. Önnur börn alast upp á heimilum þar sem annað foreldrið talar íslensku en hitt eitthvert annað tungumál.

Öll eru börnin tvítyngd og styrking þess tungumáls sem ekki er íslenska er mikilvæg fyrir sjálfsmynd þeirra og þroska.

 

Í Grunnskólanum á Ísafirði eru margir nemendur tvítyngdir/fjöltyngdir. Í námsveri skólans fer m.a. fram kennsla í íslensku sem annað mál og margir tvítyngdir nemendur frá miðstigi og upp úr koma nokkur skipti í viku til að skerpa á íslenskunni. Unnið er með talað mál, spil, tölvuforrit, vinnubækur, ritun og ýmislegt fleira. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur í 9. bekk vinna á námsvefnum Kæra dagbók sem er kennsluvefur í íslensku sem annað mál. /HBM

Deila