VALMYND ×

Töluð enska og góðir gestir

1 af 4

Í haust var nýju valfagi hleypt af stokkunum hér í skólanum, sem er töluð enska. Nemendur á unglingastigi hafa þar fengið tækifæri til að auka færni sína í talaðri ensku, þar sem áherslan er á að nemendur hlusti og tali venjulegt talmál, t.d. með því að spila ensk borðspil og spjalla um allt milli himins og jarðar.

Föstudagana 2. og 9. nóvember fengum við góða gesti frá Háskólasetri Vestfjarða, erlenda nemendur úr haf- og strandsvæðastjórnunarnámi. Allir skemmtu sér vel og var mikið spjallað, auðvitað á ensku. Gestirnir koma til með að heimsækja okkur aftur og fá fleiri samnemendur sína með, því þau hafa mikinn áhuga á að komast í tengsl við samfélagið hér á Ísafirði.

Deila