VALMYND ×

Stóra upplestrarkeppnin

Keppendur dagsins þau Gylfi Hallvarðsson, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Sara Emily Newman, Sveinbjörn Orri Heimisson, Katla María Sæmundsdóttir, Helena Haraldsdóttir, Rakel Damilola Adeleye, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir, Linda Rós Hannesdóttir og Jelena Rós Valsdóttir.
Keppendur dagsins þau Gylfi Hallvarðsson, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Sara Emily Newman, Sveinbjörn Orri Heimisson, Katla María Sæmundsdóttir, Helena Haraldsdóttir, Rakel Damilola Adeleye, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir, Linda Rós Hannesdóttir og Jelena Rós Valsdóttir.
1 af 2

Í morgun var skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal skólans. Þar lásu 11 nemendur 7. bekkjar sögubrot og ljóð, en árgangurinn hefur æft framsögn stíft undanfarnar vikur. Eftir lesturinn var boðið upp á tónlistaratriði, þar sem hljómsveit bekkjarins lék eitt lag og nemendur kynntu svo skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í máli og myndum fyrir 6. bekk.

Á meðan á skemmtiatriðum stóð réðu dómarar ráðum sínum, en í þetta sinn voru úrslitin í höndum þeirra Kristínar B. Oddsdóttur, Magnúsar Erlingssonar og Margrétar Bjarkar Ólafsdóttur, sem voru svo sannarlega ekki öfundsverð af sínu hlutskipti, enda lesarar allir mjög góðir. Velja þurfti 5 nemendur úr þessum hópi til að keppa fyrir hönd skólans á lokahátíð keppninnar, sem fram fer fimmtudaginn 3. mars n.k.

Niðurstaða dómnefndar var sú að fulltrúar okkar verða þau Helena Haraldsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Rakel Damilola Adeleye, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir og Sveinbjörn Orri Heimisson. Til vara verða þær Linda Rós Hannesdóttir og Sædís Mjöll Steinþórsdóttir.

Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni.

Deila