VALMYND ×

Stelpur og tækni

1 af 4

Háskólinn í Reykjavík hefur undanfarin ár staðið fyrir deginum Stelpur og tækni (Girls in ICT day). Þá býður skólinn öllum stúlkum úr 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu til sín til þess að kynnast tækninámi og þeim starfsmöguleikum sem býðst í tæknigeiranum. Tekið er á móti stelpunum í HR þar sem þær fara í eina vinnustofu og fá að prufa spreyta sig á ýmsum tæknilegum úrlausnum. Að  því loknu fara þær í heimsókn í fyrirtæki þar sem þær hitta konur í tæknistörfum og eru þá fyrirtækin og tækifærin í þeim geira kynnt fyrir hópnum.

Í morgun bauð svo HR í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, stúlkum hér á svæðinu upp á vinnustofu fyrir hópinn og að því loknu var farið í heimsókn í 3X Skagann til að kynna sér starfsmöguleika í tæknigeiranum. Tuttugu stúlkur úr 9. bekk G.Í. nýttu sér tækifærið og hafa vonandi bæði haft gagn og gaman af.

Deila