VALMYND ×

Spjaldtölvum fjölgar

Í síðustu viku fengu nemendur 8. bekkjar í hendur iPad spjaldtölvurnar sem þeir hafa beðið eftir. Búið er að setja þær allar upp og hlaða inn einu appi sem þeir þurfa að hafa, en öppunum á eflaust eftir að fjölga á næstu dögum. Nemendum er að sjálfsögðu sýnt mikið traust með því að lána þeim þessi tæki og við erum sannfærð um að þeir muni standa undir því trausti. Í janúar fengu nemendur 10. bekkjar einnig spjaldtölvur til afnota og 5. og 9. bekkur fengu slík tæki s.l. haust.

Vonandi verða þessi tæki til þess að auðvelda nemendum námið og gera kennsluna fjölbreyttari og skemmtilegri, en reynslan sýnir að flestir nemendur verða meðvitaðri, ábyrgari og áhugasamari varðandi námið.

Deila