VALMYND ×

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Verðandi fulltrúar G.Í. á lokahátíðinni
Verðandi fulltrúar G.Í. á lokahátíðinni
1 af 2

Síðastliðinn fimmtudag fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar, þar sem valdir voru fulltrúar skólans til að taka þátt í lokahátíðinni sem fram fer þriðjudaginn 19. mars n.k. í Hömrum.

Tólf nemendur sem valdir höfðu verið úr 7. bekk lásu sögubrot og ljóð, Sveinfríður S. Stefánsdóttir og Matilda H. Maeekalle léku á hljómborð, auk þess sem farið var yfir Reykjaferðina s.l. haust í máli og myndum.

Dómarar voru þau Ingi Björn Guðnason, Helga Björk Jóhannsdóttir og Rannveig Halldórsdóttir. Niðurstöður þeirra voru þær að þau Guðrún Eva Bjarkadóttir, Guðrún Helga Sigurðardóttir, Heiður Hallgrímsdóttir, Helgi Rafn Hermannsson, Jón Gunnar Kanishka Shiransson, Matilda Harriet Maeekalle og Unnur Guðfinna Daníelsdóttir munu keppa fyrir hönd skólans á lokahátíðinni og Hákon Ari Heimisson verður varamaður þeirra.
Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með góða frammistöðu og hlökkum til lokahátíðarinnar.

Deila