VALMYND ×

Skólahreysti

Á morgun mun G.Í. taka þátt í riðlakeppni Skólahreysti MS sem fram fer í Íþróttahúsinu Austurbergi í Reykjavík. G.Í. keppir í 1. riðli með Vestfjörðum og Vesturlandi og hefst keppnin kl. 13:00.

Keppendur G.Í. þetta árið eru þau  Hálfdán Jónsson sem keppir í upphífingum og dýfum, Sigrún Gunndís Harðardóttir keppir í hreystipgreip og armbeygjum og þau Natalía Ösp Ómarsdóttir og Elvar Ari Stefánsson keppa í hraðaþraut. Til vara eru þau Patrekur Brimar Viðarsson og Elín Ólöf Sveinsdóttir. Allt eru þetta nýir keppendur fyrir utan Hálfdán sem tók þátt í fyrra og stóð sig frábærlega ásamt sínum félögum, en eins og allir muna þá lenti G.Í. í 3. sæti lokakeppninnar í fyrra. Þess má geta að allir þessir krakkar hafa verið að æfa á fullu síðan í haust í sérstöku Skólahreystivali hjá íþróttakennurum skólans.

Ef G.Í. sigrar þennan riðil, þá kemst liðið áfram í lokakeppnina sem verður í Laugardalshöll í apríl. Við óskum keppendunum að sjálfsögðu góðs gengis og fylgjumst vel með gangi mála.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu keppninnar, www.skolahreysti.is


Deila