VALMYND ×

Skíða- og útivistardagur

Mynd: Ágúst Atlason/Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar
Mynd: Ágúst Atlason/Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar

Föstudaginn 2. mars n.k. er skíða- og útivistardagur í Tungudal fyrir 5. - 10. bekk. Strætó fer þá frá skólanum kl. 9:30 og úr Tungudal heim aftur kl. 13:00. Þeir sem vilja vera lengur, mega það sér að kostnaðarlausu, en sjá þá um að koma sér heim aftur. Nemendur þurfa ekki að mæta í skólann að morgni en gott væri ef einhverjir foreldrar geta skutlað nemendum á skíðasvæðið til að létta á strætónum. Lyfturnar opna kl. 10:00 og er nóg að mæta þá upp eftir.
Hægt verður að leigja skíði/bretti og skó á kr. 1.500 fyrir daginn. Göngubraut verður troðin þannig að nemendur geta verið á gönguskíðum. Þeir nemendur sem ekki vilja vera á skíðum/brettum geta komið með snjóþotur, sleða eða ruslapoka til að renna sér á og einnig getum við lánað rassaþotur og skóflur.
Þeir sem eru í áskrift í mötuneyti fá nesti þaðan, samlokur og fernudrykki.

Deila