VALMYND ×

Sjáumst í vetur!

Tími endurskinsmerkja er runninn upp og viljum við minna alla nemendur á að nota endurskinsmerki eða endurskinsvesti. Einnig viljum við minna á að þeir sem ferðast um á hjóli verða að útvega sér ljós á hjólið, bæði að framan og aftan. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að fylgja þessu eftir heima og aðstoða börn sín að setja merkin á réttu staðina.

Endurskinsmerkin og vestin eru lífsnauðsynleg eftir að dimma tekur. Sjónarhorn ökumanna er annað en gangandi og hjólandi vegfarenda þegar ferðast er um í myrkri. Ökumenn sjá ekki aðra vegfarendur úr fjarlægð nema að þeir noti ljós og/eða gott endurskin.

Höfum þetta hugfast og verum vel upplýst í umferðinni og sjáumst í vetur.

Deila