VALMYND ×

Sinfóníutónleikar

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð 1. - 4. bekk á tónverkið Maximús Músíkus í Íþróttahúsinu á Torfnesi í dag. Verkið er eftir Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara en hún var einnig við stjórn Sinfóníunnar við flutning á sögunni. Þetta er mögnuð saga sem inniheldur nokkur falleg tónverk sem þau fengu að heyra hjá Vali Frey Einarssyni sögumanni.

Krakkarnir skemmtu sér hið besta og þökkum við kærlega fyrir þetta skemmtilega framtak.

Deila