VALMYND ×

Nemendur keppa í EPTA

Hilmar Adam og Mikolaj Ólafur
Hilmar Adam og Mikolaj Ólafur

Í dag kepptu Mikolaj Ólafur Frach nemandi í 7. bekk og Hilmar Adam Jóhannsson í 9. bekk í EPTA píanókeppninni, sem fram fer í Salnum í Kópavogi. Þeir stunda báðir píanónám við Tónlistarskóla Ísafjarðar hjá Iwonu Frach og Beötu Joó. Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði báðir tveir, en það kemur svo í ljós seinni partinn á morgun hvort þeir komast í úrslit í 1. flokki, þ.e. flokki 14 ára og yngri, en þátttakan ein og sér er mikill sigur.

Þetta er í 5. skiptið sem píanókeppni Íslandsdeildar EPTA er haldin og eru dómarar Nelita True, yfirdómari, Halldór Haraldsson, Anna Þorgrímsdóttir, Selma Guðmundsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson. 

Evrópusamband píanókennara var stofnað í Bretlandi árið 1978 og að frumkvæði Halldórs Haraldssonar var Ísland fyrsta landið til að ganga í sambandið árið 1979. Samtökin eru regnhlífarsamtök fyrir píanókennara sem öll Evrópulöndin eiga nú aðild að. Verndari keppninnar er mennta- og menningarmálaráðherra.

Deila