VALMYND ×

Nemendum gefnir hjálmar

1 af 4

Í morgun komu þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson og Sigurður Ólafsson frá Kiwanisklúbbnum Básum hér á Ísafirði og færðu öllum 1. bekkingum, alls 50 krökkum, reiðhjólahjálma að gjöf. Lögreglumenn voru einnig viðstaddir afhendinguna og ræddi Þórir Guðmundsson við nemendur um hvar má hjóla og hvar ekki og nauðsyn hjálmanotkunar.

Um leið og við þökkum Kiwanismönnum kærlega fyrir þessar rausnarlegu gjafir, þá minnum við alla á nauðsyn hjálmanotkunar, bæði á reiðhjólum og hlaupahjólum.

Deila