VALMYND ×

Mikolaj Ólafur í úrslit EPTA

Mikolaj Ólafur Frach
Mikolaj Ólafur Frach
1 af 2

Mikolaj Ólafur Frach, nemandi í 7. bekk G.Í. hafnaði í 4.-5. sæti í EPTA píanókeppninni sem haldin var í Salnum í Kópavogi í liðinni viku. Mikolaj keppti ásamt 22 öðrum píanónemendum í 1. flokki, sem er flokkur 14 ára og yngri og var Hilmar Adam Jóhannsson, nemandi í 9. bekk einnig þar á meðal.

Fimm nemendur komust svo áfram í úrslit, sem haldin voru í gær og var Mikolaj einn þeirra og hafnaði í 4. - 5. sæti eins og áður segir. Það  er svo sannarlega frábær árangur í svo sterkri keppni sem EPTA er og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn. Hilmar Adam stóð sig einnig með stakri prýði og er það mikil og erfið vinna sem liggur að baki þátttökunni hjá þessum ungu og efnilegu píanóleikurum.

Allar nánari upplýsingar um keppnina og úrslitin má finna inni á heimasíðu EPTA.

Deila