VALMYND ×

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Hömrum þriðjudaginn 13. mars n.k. kl. 17:00. Þar munu nemendur úr 7. bekk sem valdir hafa verið úr skólum byggðarlagsins, lesa sögubrot og ljóð. 

Fyrir hönd Grunnskólans á Ísafirði munu þau Anja Karen Traustadóttir, Anna Marý Jónasdóttir, Ástmar Helgi Kristinsson, Daði Hrafn Þorvarðarson, Kristey Sara Sindradóttir, Saga Líf Ágústsdóttir og Solveig Amalía Atladóttir lesa. Til vara verða þær Borgný Valgerður Björnsdóttir og Sigrún Betanía Kristjánsdóttir. 

Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Upplestrarkeppnin er ekki ,,keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á  bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.

Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á þennan skemmtilega viðburð og njóta vandaðs upplesturs.

 

Deila