VALMYND ×

Lestur er bestur

Upplýsing í samvinnu við bókasöfn í landinu gengst fyrir Bókasafnsdegi þriðjudaginn 17. apríl. Markmið dagsins er annars vegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og hins vegar að vera dagur starfsmanna safnanna. Bókasafnsdagurinn beinir augum þjóðfélagsins að mikilvægi bókasafna í samfélagi í þeim tilgangi að fá jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum.  

Í tilefni dagsins ætlar Foreldrafélag G.Í. að ýta úr vör hvatningarátaki til að styrkja bókakost bókasafns skólans og hefur fengið Pennann-Eymundsson til liðs við sig. 

Félagið leitar til foreldra um að láta sitt af hendi rakna með því að festa kaup á nýrri bók eða gefa safninu notaða bók. Átakið hefst í dag, mánudag, í byrjun hinnar árlegu viku bókarinnar. Starfsfólk Pennans-Eymundssonar ætlar að halda utan um þær bækur sem safnast í versluninni og einnig vera í samstarfi við starfsfólk bókasafnsins með að skipta bókum ef margar af þeim sömu berast.