VALMYND ×

Kynning fyrir foreldra

Fulltrúi frá Rannsóknum og greiningu kynnir skýrslu um hagi og líðan ungs fólks, í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði á morgun, þriðjudaginn 12. september kl. 17:30. Kynningin nær yfir grunn- og framhaldsskólastig og tekur á ýmsum þáttum s.s. vímuefnaneyslu, félagslegum þáttum, líðan, mataræði, svefntíma og hreyfingu.

Það eru skýr og afdráttarlaus skilaboð til foreldra í niðurstöðum þessara kannana.  Skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar hvetur því foreldra og aðra áhugasama eindregið til að sýna samstöðu og mæta, enda er um börnin okkar að ræða.

Deila