VALMYND ×

Hreystibrautin formlega afhent

Ómar Helgason og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir
Ómar Helgason og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir
1 af 4

Í dag afhenti Ómar Helgason skólanum formlega hreystibrautina sem sett var upp á skólalóðinni nú í haust. Ómar smíðaði sjálfur þessa braut og setti hana upp, en auk hans lögðu Íslandsbanki, Landsbankinn, 3X Technology, Sjóvá, TM, VÍS og Húsasmiðjan sitt af mörkum til að þessi draumur gæti orðið að veruleika.

Skólinn þakkar öllum hlutaðeigandi kærlega fyrir þetta frábæra framtak. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hversu góð nýting er á þessum tækjum, bæði á skólatíma sem utan hans.