VALMYND ×

Hjálmur er höfuðatriði

Nú fer í hönd sá tími sem margir árgangar fara í hjólreiðaferðir á vegum skólans. Vert er að minna á að ALLIR yngri en 15 ára eiga að vera með hjólreiðahjálma í umferðinni samkvæmt lögum og fara engir í slíkar hjólaferðir hjálmlausir.

Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slysin en dregur úr alvarleika þeirra og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots og jafnvel lífs og dauða. Sérstaklega er mikilvægt að börn noti hlífðarhjálm við hjólreiðar enda eru höfuð þeirra minni og viðkvæmari en þeirra sem eldri eru.