VALMYND ×

Heimsókn til Portúgals

Nú er komið að því að hópur nemenda úr 10. bekk fari ásamt umsjónarkennurum og skólastjóra í heimsókn til Portúgals. Ferðin er farin í tengslum við Comeniusarverkefnið sem skólinn tekur þátt í undir yfirskriftinni All different, all the same, Europe's Children.

Hópurinn fer út á mánudagsmorguninn, 3. mars og er förinni heitið til Leiria sem er lítill bær skammt norður af Lissabon. Þar munu hittast aðrir hópar kennara og nemenda frá Kýpur, Rúmeníu, Póllandi og að sjálfsögðu Portúgal. Heimsóknin stendur í 5 daga og verður flogið til Íslands á laugardag, 8. mars.

Á dagskrá er margt áhugavert, fyrsta daginn verður karnivalhátíð í Leiria og svo verður farið í skólaheimsókn næstu tvo daga og fylgst með starfinu þar. Auk þess verða nærliggjandi bæir heimsóttir og ýmislegt fleira. Í þessari heimsókn verður sérstök áhersla á að skoða vinnu nemenda með sérþarfir.

Í apríl eigum við svo von á gestum frá þessum löndum til Ísafjarðar og verður það ekki síður áhugavert.

Deila