VALMYND ×

Heimsókn frá slökkviliðinu

Hermann Hermannsson afhendir Guðrúnu Evu Bjarkadóttur verðlaunin í eldvarnagetrauninni.
Hermann Hermannsson afhendir Guðrúnu Evu Bjarkadóttur verðlaunin í eldvarnagetrauninni.

Í desember komu þeir Hlynur Kristjánsson og Hermann Hermannsson frá slökkviliði Ísafjarðbæjar í heimsókn í 3. bekk til að uppfræða nemendur um eldvarnir og þess háttar í tilefni af eldvarnaviku.  Við það tækifæri  fengu allir nemendur bekkjarins að taka þátt í eldvarnagetraun.  Það er hefð að afhenda svo vinninga til vinningshafa getraunarinnar á 112 daginn, en þar sem ekki var skóli þann daginn hjá okkur, birtust þeir félagar óvænt í gær með verðlaun fyrir einn nemanda bekkjarsins og var það Guðrún Eva Bjarkadóttir sem var svona heppin. Að launum fékk hún viðurkenningaskjal, slökkviliðstímarit, reykskynjara og tíuþúsund króna seðil.  Við óskum henni innilega til hamingju með vinninginn.