VALMYND ×

Göngum í skólann

1 af 3

Þann 5. september s.l. hófst verkefnið Göngum í skólann, en það er nú  haldið í sjötta sinn hér á landi og tekur Grunnskólinn á Ísafirði þátt. Verkefninu lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 3. október. Sem fyrr verður lögð áhersla á að börn gangi eða hjóli til og frá skóla.

Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að því er fram kemur á heimasíðu verkefnisins www.gongumiskolann.is

Deila